Hero image

Þakið og járnklæðningar

Þakið og járnklæðingar

Algengasta klæðningarefni á Íslandi er galvanhúðað bárujárn. Á seinni árum hafa bæst við fleiri gerðir, s.s. álsink, litað ál og litað stál. Öll þessi efni þarf að mála fyrr eða síðar. Mismunandi er þó, hvenær huga skal að því.

Galvanhúðað bárujárn er best að mála sem fyrst, þ.e. áður en galvanhúðin fer að láta á sjá. Veðrun getur komið að gagni sem undirbúningur fyrir málun. Veðrun er þó aðeins ætlað að fjarlægja fitu sem er á nýju galvanhúðuðu járni og getur tekið eitt til tvö ár. Hægt er að ná sama árangri með því að nota PANSSARIPESU þakhreinsir frá Tikkurila. Það er þess vegna úrelt aðgerð að láta galvanhúð veðrast, þar til tæring er hafin.

 

Aðferð

  1. Fjarlægja lausa málningu t.d. með kröftugri háþrýstidælu (200-400 bör) eða sköfun.
  2. Hreinsa flötin með PANSSARIPESU þakhreinsi frá Tikkurila, hann fjarlægir valsaolíu, sót og önnur óhreinindi af völdum mengunar. Setjið hreinsinn á með úðabrúsa eða bursta. Skola þarf hreinsinn af. Athugið að háþrýstiþvottur er áhrifaríkur, en vinnur ekki á fitu einn og sér. Þakið þarf að þorna áður en frekari meðhöndlun á sér stað.
  3. Hreinsa þarf ryð með vírburstun eða slípun.
  4. Bletta þarf í ryðbletti eftir burstun með ryðvarnargrunni t.d. Jotamastic 90.
  5. Grunna þarf járnið. Ef um nýja eða veðraða galvanhúð og álsink er um að ræða þá skal grunna með FJÖLGRUNN eina umferð. Ef um endurmálun er að ræða er í flestum tilfellum óþarfi að grunna nema við sérstakar aðstæður, breytingu á efni eða annað.
  6. Mála tvær umferðir með HJÖRVA (vatnsþynnanleg akrýlmálning).

* Nákvæmari upplýsingar um efnin er að finna á tækniblöðum.