NÝIR STEINVEGGIR
Þegar nýtt steinhús er málað er mikilvægt að allir fletir séu lausir við þau efni sem hindrað geta viðloðun. Flöturinn skal vera hreinn, þurr, fastur viðkomu og a.m.k. mánaðar gamall. Á flekamótum og forsteyptum einingum eru t.d. olíuefni og sementshúð sem fjarlægja verður með háþrýsti þvotti, 150-300 bör. Veðrun til langs tíma getur gert sama gagn. Láréttir fletir eins og þakkantar, vatnsbretti undir gluggum og steypt svalahandrið þurfa sérstaka meðferð. Við nýmálun á sléttum steyptum flötum er best að tryggja viðloðun eftir sílanböðun með BRYNJU, sem er terpentínuþynnanleg akrýlmálning, eða STEYPUGRUNNI, sem er vatnsþynntur grunnur. Sama gildir um viðgerða fleti á eldri húsum.
ENDURMÁLUN Á STEINVEGGJUM
AÐFERÐ
- Tryggja þarf viðloðun áður en málun hefst. Fjarlægja þarf fitu, olíu, sót eða önnur óhreinindi með Maalipesu sápu og vatni. Ryk, mold og önnur óhreinindi skal fjarlægja með háþrýstiþvotti. Duftsmitandi fleti og sementshúð (t.d. á flekasteyptum einingum) skal fjarlægja með kröftugum háþrýstiþvotti. Lausa málningu skal fjarlægja með sköfu eða háþrýstiþvotti. Látið þorna eftir þvott.
- Laus málning fjarlægð og gert við sprungur og múrskemmdir. Sprungur og múrskemmdir eru vandamál sem borgar sig að leysa í samráði við sérfræðinga á því sviði.
- Mikilvægt er að bera SÍLAN á nýjan og ómálaðan stein. Úðið steinflötinn með sílanefni, efnisnotkun 3-5 lítrar á hvern fermetra. Látið sílanið standa í a.m.k. 24 klst fyrir málun. Sílanefni eru borin á steinsteypu til að gera hana vatnsfælna og koma í veg fyrir vatnsskemmdir. Efnið smýgur afar vel inn í steininn og gefur góða vatnsvörn. Mikilvægt er að sílanbera alla viðgerða fleti. Varist að Sílanefni komist í snertingu við gler.
- Því næst skal grunna sílanborna steininn með 15% þynntri BRYNJU eða STEYPUGRUNNI. Athugið að mikilvægt er að grunna viðgerða fleti.
- Að lokum eru málaðar 2 umferðir með SKYLDI útimálningu eða STORMI útimálningu
- Lárétta fletti s.s. vatnsbretti skal mála eftir sílanböðun með SKYLDI ÞYKKHÚÐ.
- Málið tvær umferðir með SKYLDI eða STORMI.
* Nákvæmari upplýsingar um efnin er að finna á tækniblöðum.